Posts Are Coming Soon
Stay tuned...

Tveggja þátta hús eru verksmiðjuframleidd einingahús.

 

Saman standa þau af tveimur lykil þáttum.

  1. Allt burðarvirki hússins er úr timbri.

  2. Endanleg klæðning að utan er úr steinefnum, granítflísum og eða rafbrynjuðu áli.

 

Megin markmið með hönnun og efnisvali er að gera þau viðhaldslítilm þ.e. að ekki þurfi að mála húsin að utan.

Húsin hafi yfirbragð steinhúss að utan, en eiginleika timburhúss sem eru jú afar heilnæmur íverustaður fyrir fólk og fjölskyldur.

 

Kostir TWIN WALL húsa.

  • Hús sem ekki þarf að mála að utan, lágmarks viðhald

  • Þýskir gluggar og hurðir eru úr PVC sem ekki þarf að mála

  • Rafbrynjað álkerfi undir utanhúsklæðningu tryggir mikla endingu án tæringarhættu

  • Þakvirki með kraftsperrum, sjálfberandi þak, niðurtekið loft

  • Lofthæð er meiri en venjulega, eða 2,8 metrar í stað 2,5 m

  • Fljótbyggð hús sem öðlast fljótt veðhæfni

  • Fögur ímynd, hagkvæmur nútíma kostur.

Tæknilegar upplýsingar fyrir tveggja þátta hús.

  1. Twin Wall tveggja þátta einingahús.

Saman standa þau af tveimur lykil þáttum.

Annarsvegar þar sem allt burðarvirki hússins er úr timbri og hinsvegar þar sem endanleg klæðning að utan er úr steinefnum, svo sem granítflísum og/eða hjúpuðu áli.

Megin markmið með hönnun og efnisvali er að ekki þurfi að mála húsin að neinu leiti að utan.

Húsin hafi yfirbragð steinhúss að utan, en eiginleika timburhúss sem er afar heilnæmur íverustaður fyrir fólk og fjölskyldur.

 

Tæknilegar upplýsingar fyrir tveggja þátta einingahús.

 

Einingahús framleitt úr sérflokkuðu timbri samkvæmt reglugerð T1 C 18-24.

 

Stærðir eininga:

Aðallega eru notaðar einingar sem eru 120 cm og 60cm breiðar.

Öll íbúðarhús frá Húseiningu ehf. hafa 2,80 m lofthæð og slétt loft, en loftaklæðningin er sett neðan á lagnagrind sem fest er neðan í kraftsperrurnar.

Með kraftsperrum má segja að loftið hafi þegar verið tekið niður, og sé tilbúið til klæðningar þegar húsið hefur verið reist, þessi aðferð er hagkvæmur kostur og styttir byggingatíman.

Húseining ehf.   -  Hraunholti 1  -   190 Vogar  -  Ísland  -  Kt. 411013-0650  -  Sími: 770 5144   -  Netfang: kjartan@huseining.is 

2017 Húseining.  Allur réttur áskilin.