Húseining bíður upp á gott úrval af húsagerðum,  þar sem allir eiga að geta fundið heimili sem hentar.

SMART EINBÝLI - Ný hugsun - nýir tímar.

 

Húsin eru 73m2, þar að auki er 28 m2 verönd með heitum potti. Smart einbýlishús eru hönnuð með hagkvæmni að leiðarljósi, og ekki síst þarfir kaupendanna.  Þau eru hagkvæmur nútímakostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur, verktaka og leigufélög.

 

Jafnframt fyrir bæjar og sveitarfélög sem vilja taka þátt í að koma upp húsnæði á hagkvæman og skjótan hátt. Húsin falla undir reglugerð Velferðarráðuneytisins númer 555/2016 og síðar breytingu númer 1052/2017 hvað varðar stofnframlög/styrki ríkis og sveitarfélaga fyrir leigufélög.

 

Húsin eru framleidd og afgreidd fullbúin úr verksmiðju með baði, eldhúsi og öllum innréttingum tilbúin til flutnings í samvinnu við Samgöngustofu um leiðir á viðkomandi byggingastað.  Getum séð um allar teikningar fyrir hvern byggingastað og einnig bjóðum við sérhannaðar forsteyptar sökkul undirstöður sem gerir uppsetningu húsanna mun hagkvæmari og fljótari í alla staði.

 

Við hjá Húseiningu sjáum um flutninginn fyrir kaupendur í samvinnu við traustan flutningsaðila.

 

Verð við verksmiðjudyr aðeins kr. 27.600.000 með vsk.

GÓLFPLAN

Húsin eru 73 fm að stærð auk þess að vera með 28 fm verönd 

1/2

Undirstrikað, númer úttekta á byggingastað:

  Byggingarstigs   1   Byggingarleyfi.

  Byggingarstigs   2   Undirstöður, sökkulveggir.

  Byggingarstigs   3   Burðarvirki reist

  Byggingarstigs   4   Fokheld bygging

  Byggingarstigs   5   Tilbúin til innréttingar

  Byggingarstigs   6  Fullgerð án lóðarfrágangs

  Byggingarstigs   7  Fullgerð bygging.

 Verkfræðingur Húseiningu, Emil Þór Guðmundsson byggingaverkfræðingur tekur út framleiðslu/samsetningu húsanna í verksmiðju, og er því byggingastjóri sem slíkur, hann er viðstaddur úttekt byggingafulltrúa á viðkomandi byggingastað.

Húseining ehf.   -  Hraunholti 1  -   190 Vogar  -  Ísland  -  Kt. 411013-0650  -  Sími: 770 5144   -  Netfang: kjartan@huseining.is 

2017 Húseining.  Allur réttur áskilin.