Tæknilegar upplýsingar fyrir tveggja þátta einingahús.

 

Einingahús framleitt úr sérflokkuðu timbri samkvæmt reglugerð T1 C 18-24.

 

Stærðir eininga:

Aðallega eru notaðar einingar sem eru 120 cm og 60cm breiðar.

Öll íbúðarhús frá Húseiningu ehf. hafa 2,80 m lofthæð og slétt loft, en loftaklæðningin er sett neðan á lagnagrind sem fest er neðan í kraftsperrurnar.

Með kraftsperrum má segja að loftið hafi þegar verið tekið niður, og sé tilbúið til klæðningar þegar húsið hefur verið reist, þessi aðferð er hagkvæmur kostur og styttir byggingatíman.

 

Einingin:

Einingin er byggð úr viðurkenndri styrktarflokkaðri furu/greni, T1 C 18-24 sem heflað er á alla kanta. Einingin er skrúfuð saman, að utan er einingin klædd með 9 mm grenikrossviði sem límdur er með trélími á grindina og negldur með 50 mm heitgalvanhúðuðum nöglum.

Músanet heitgalvanhúðað kemur neðst í allar einingar.

Einingar/húsið að innan/útveggir er einangraðir með 195mm íslenskri steinullareinangrun.

Gluggar – fastir:

REHAU gluggar eru úr PVC plasti og stálstyrktir, þýskt vörumerki og hönnun. Þeir eru framleiddir í sérhannaðri verksmiðju sem hefur fengið viðurkenningu hins þýska framleiðanda REHAU. Gluggarnir koma full glerjaðir með tvöföldu/þreföldu Opti Therm K-gleri sem sett er í gluggana við bestu aðstæður. Glerið liggur í sérstakri gúmmíþéttingu. Í boði er einnig þrefalt gler þegar um háa einangrunarkröfu er að ræða.

 

 

Gluggar – opnanlegir:

Opnanlegu gluggarnir opnast inn, á tvo vegu. Annars vegar opnast þeir lóðrett inn, og hinsvegar inn að ofan. Einnig eru þeir með svokallaðri winterventilation opnun, sem vetraropnun (næturopnun), og opnast þá að ofan um nokkra millimetra. Opnun er stjórnað með einu handfangi að innan. Þriggja punkta læsing er á opnanlegu fögunum. REHAU gluggana þarf aldrei að mála, þeir eru sterkir og viðhaldslitlir.

Gluggar – litir:

1.         Hvítar að innan og utan.

2.         Hvítar að innan, Mahogny að utan.

3.         Hvítar að innan, Eik að utan.

4.         Mahogny að innan og utan.

5.         Eik að innan og utan.

Sérpanta má fleiri liti.

Gluggagerðir:

 1. Standard með engum millipóstum.

 2. Franskir gluggar með póstum.

 3. Standard með álímdum póstum, sem mynda franskan stíl.

 4. Standard með listum milli glerja sem mynda franskan stíl

Gler/ hljóðeinangrun:

Allt gler í gluggum og hurðum er tvöfölt OptiTherm  K-gler, með hljóðeinangrun sem er 6mm gler úti og 4mm gler inni. Í boði er einnig þrefalt gler ef um háa einangrunarkröfu er að ræða.

Hurðir:

REHAU hurðir eru úr PVC plasti og stálstyrktar, þýskt vörumerki og hönnun. Þær eru framleiddar í sérhannaðri verksmiðju sem hefur fengið viðurkenningu hins þýska framleiðanda REHAU. Hurðirnar koma full glerjaðar með tvöföldu OptiTherm K-gleri og/eða spjöldum sem sett eru í þær við bestu aðstæður. Gler og/eða spjöld liggja í sérstakri gúmmíþéttingu.

Í boði er einnig þrefalt gler þegar um háa einangrunarkröfu er að ræða.

Hurðir – litir:

1. Hvítar að innan og utan.

2. Hvítar að innan, Mahogny að utan.

3. Hvítar að innan, Eik að utan.

4. Mahogny að innan og utan.

5. Eik að innan og utan.

Sérpanta má fleiri liti.

Bílskúrshurðir:

Vandaðar bílskúrshurðir úr áli og/eða stáli.

Margir litir eru í boði, og eru hurðirnar fáanlegar sléttar, eða með fulningaútliti.

 

Þakefni:

  Í boði eru eftirfarandi gerðir og gæði.

 1. Aluzink bárað ólitað þarf ekki að mála

 2. Aluzink rautt

 3. Aluzink grænt

 4. Aluzink svart

 5. Stallað þakál,

 6. Litur svart

 7. Litur rautt

 8. Litur hvítt

 9. Litur grænt

 

Þakkantur fyrir hús sem ekki á að mála:

Framan:

 1. Litað ál svart

 2. Litað ál hvítt

 3. Litað állitur

 

Undir:

 1. Loftunarplata litað ál svart

 2. Loftunarplata litað ál hvítt

 3. Loftunarplata litað állitur

 

Standard þakkantur:

Framan

 1. 20x120mm Kúptur greni/fura panill

Undir:

 1. 12x88mm greni/fura panill

Þakrennur:

Vandaðar tvöfaldar plastrennur sem mynda skemmtilegt form á þakkantinn, niðurföll eru köntuð og rásuð.

 1. Þakrennur litur hvítt.

 2. Niðurfallsrör litur hvítt.

 

Pappalag á milli eininga og sökkuls:

Pappi er settur undir allar einingar við reisingu 5mm þykkur, pappin er soðin á sökkulin, honum er ætlað að slíta tengingu timburs í veggjum og steinsteypu í sökkli, einnig er hann góð þétting þar sem hann er soðin á sökkulinn.

 

Þétting undir einingar við sökkul:

Við reisingu eru sett asfalt kítti óslitið undir allar einingar við reisingu,  þegar einingunum hefur verið komið fyrir eru þær festar niður með viðurkendum múrboltum.

Að innan er settur tjöruborði með álfilmu annarsvegar sem soðin er á fótstykki og hinsvegar við gólfplötu, hér er um að ræða þriggja þátta þéttingu á einingum við sökkul/plötu.

 

Álkerfi og granitflísar fyrir hús sem ekki á að mála:

Eluseraðir álleiðarar fyrir sérskornar granitflísar, flísarnar eru límdar á álkerfið með límborða og sérstöku límkítti.

 

Álklæðning sem utanhúsklæðning fyrir hús sem ekki á að mála.

Álklæðningin er báruklæðning sem kemur á trélektur. Álskilistar með sama lit og klæðningin koma á milli eininga, og sem umgjörð um alla glugga og hurðir.

 

Kraftsperrur:

Sperrurnar eru framleiddar úr styrktarflokkaðri furu/greni samkvæmt staðli T1 C 18-24.  

 

Þakklæðning:

Á þak kemur 25 x 150 mm fura/greni undir önnur þakefni.

 

Pappi:

Þakpappi sem tryggir öndun og kemur í veg fyrir hugsanlegan leka í þaki.

 

Einangrun:

Útveggir eru einangraðir með 145+45mm samtals 290mm þykkri íslenskri steinullareinangrun.

Í loft er einangrað með 145mm+95 mm þykkri steinullareinangrun með vindpappa.

Húseining ehf.   -  Hraunholti 1  -   190 Vogar  -  Ísland  -  Kt. 411013-0650  -  Sími: 770 5144   -  Netfang: kjartan@huseining.is 

2017 Húseining.  Allur réttur áskilin.